Happdrætti
Þátttakendum í flestum netkönnunum er boðið upp á happdrættisvinning sem er yfirleitt í formi gjafakorts eða vöruúttektar. Vinningsupphæðin tekur mið af lengd könnunarinnar og er yfirleitt á bilinu 10.000-20.000 kr. Þátttakendur fá send þátttökunúmer sín um leið og þeir fá sent boð um þátttöku í könnunum. Allir vinningshafar fá svo sendan tölvupóst með tilkynningu um að þeir hafi unnið. Vinningaskrá er jafnframt birt reglulega á vef MMR.